Starfsfólk Fiskistofu hefur nú á þriðju viku reynt að ná sambandi við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra í von um að fá að afhenda honum áskorunina sem lesin var upp í ráðuneytinu í morgun og afhent starfmanni ráðuneytisins.
Að sögn Ingu Þóru Þórisdóttur, sviðsstjóri starfsmanna- og gæðasviðs Fiskistofu voru fjórar tilraunir gerðar, ýmist í gegnum síma eða tölvupóst, en voru þær án árangurs.
„Skaðsemin getur orðið svo gríðarlega mikil,“ Inga Þóra í samtali við mbl.is
Hún segir andann ekki góðan innan stofnunarinnar, þrír starfsmenn hafi þegar hætt störfum, einn til viðbótar sé búinn að segja upp og aðrir horfi í kringum sig eftir öðrum störfum. Aðeins einn starfsmaður Fiskistofu hyggst flytja með stofnuninni til Akureyrar.
„Fólk þarf bara að taka þá vinnu þegar hún býðst, það getur ekki beðið.“