Hálka og hvasst á Öxnadalsheiði

mbl.is/Gúna

Það er éljagangur á Suðurlandi og á Reykjanesi, og víða hálkublettir eða snjóþekja en vindur er genginn niður bæði á Suðurlandi og við Faxaflóa.

Það er hálka í Hvalfirði en á Vesturlandi er víða nokkur hálka, einkum á heiðum. Vindur er þar að mestu genginn niður.

Enn er mjög hvasst á Vestfjörðum, einkum sunnan til. Þar er víða nokkur hálka eða snjóþekja, raunar þæfingsfærð á Steingrímsfjarðarheiði.

Vegir að mestu auðir í Húnavatnssýslum og Skagafirði þótt hálkublettir séu á köflum. Enn er hvasst í Skagafirði og sérstaklega eru miklar vindhviður á Siglufjarðarvegi. Hálka er á Öxnadalsheiði og hvasst. Það er éljagangur í Þingeyjarsýslum og þar eru sumstaðar hálkublettir.

Á Austurlandi eru hálkublettir á stöku fjallvegum en annars greiðfært þar til kemur í Öræfin en snjóþekja og hálka er úr Öræfum og að Vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka