Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun, ásamt fulltrúa norska sendiráðsins á Íslandi, fella grenitré í útmörk Reykjavíkurborgar við Rauðavatn kl. 14.15 í dag. Tréð mun koma í stað Óslóartrésins á Austurvelli.
Óslóartréð fór illa í óveðrinu í gær en toppurinn brotnaði af því. Eftir skoðun í morgun var það mat starfsmanna Reykjavíkurborgar að ekki væri hægt að gera við tréð með góðu móti, þar sem það mun standa veikara eftir og þola illa sterkan vind.
Fjölskylduskemmtun á Austurvelli verður við tendrun nýja trésins á Austurvelli sunnudaginn 7. desember.
Frétt mbl.is: Dagur kallar eftir hugmyndum til að bjarga jólunum