Ráðgast um örlög Oslóartrésins

Ljósmyndari mbl.is tók þessa mynd af trénu í gærkvöldi. Þá …
Ljósmyndari mbl.is tók þessa mynd af trénu í gærkvöldi. Þá vantaði greinilega ofan á það og stjarnan sem var á toppi trésins hékk niður með því. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er fokinn af því toppurinn og það er brotið greinilega, ég fór og skoðaði það rétt áðan,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um Oslóartréð á Austurvelli. Tréð fór illa út úr óveðrinu í gær en Bjarni segir að skoðun sé hafin á því hvort hægt sé að lagfæra tréð eða hvort því verður skipt út.

Tréð var sett upp fyrir helgi og til stóð að tendra á því við hátíðlega athöfn í gær. Því var hins vegar frestað vegna veðursins. Bjarni segir líkur á því að ákvörðun um framhaldið verði tekin í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert