Skólahald fellur niður

Skólahald fellur niður í Þelamerkurskóla í dag vegna veðurs.

Ekki þykir ráðlegt að senda rútur af stað til að sækja nemendur en stormviðvörun Veðurstofunnar gildir til hádegis. 

Skólaakstur fellur niður í Fjallabyggð í dag vegna óveðurs. Kennsla 5.-10. bekkjar fer fram í starfsstöðvum skólans samkvæmt óveðursskipulagi. Nemendur sem búsettir eru í Ólafsfirði mæta í grunnskólann við Tjarnarstíg og nemendur búsettir á Siglufirði mæta í grunnskólann við Norðurgötu ef foreldrar treysta þeim í skólann. 

Starfsfólk mætir í næstu starfsstöð.

Kennt verður samkvæmt óveðursskipulagi í 5.-10. bekk til kl. 12.00. Nemendur fara heim að loknum hádegismat. 

Nemendur í 1.-4. bekk mæta í skólann eins og venjulega ef foreldrar treysta þeim í skólann. 

Ef foreldrar treysta börnum sínum ekki í skólann þurfa þeir að láta vita af því til ritara skólans í síma 464-9150 eða á netfangið helga@fjallaskolar.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert