Starfsfólk Fiskistofu mætt í ráðuneytið

Rúmlega fjörutíu starfsmenn Fiskistofu eru samankomnir í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Samkvæmt heimildum mbl.is ákvað fólkið að mæta í ráðuneytið þar sem það er farið að lengja verulega eftir fundi með Sigurði Inga Jóhannessyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Hefur starfsfólkið ítrekað óskað eftir fundi með honum en ekki orðið að ósk sinni. 

Fyrirhugað er að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Starfsmenn Fiskistofu eru ósáttir við þann flutning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert