Áfram unnið að flutningunum

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, segir sjálfsagt að hitta og ræða við starfsfólk Fiskistofu um fyrirhugaðan flutning stofnunarinnar til Akureyrar. Honum hafi þó ekki gefist tími til þess að undanförnu. Hann segir ekkert nýtt hafa komið fram í málinu sem muni breyta ákvörðun sinni um flutningana og að áfram verði unnið að þeim.

Í áskorun starfsfólksins kemur fram að aðgerðin sé ólögleg, stofnunin hafi þegar borið skaða af, kostnaður við aðgerðina sé meiri en í áætlun stjórnvalda og að þau byggðsjónamið sem vísað sé til standist ekki þar sem atvinnuleysi sé meira í Hafnarfirði en á Akureyri.

Ofan á það bætist svo grein sem tveir fyrrverandi forstjórar Fiskistofu skrifuðu og lýstu því yfir að flutningarnir stæðust ekki skoðun og væri stofnuninni óhagkvæmir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert