Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum á morgun, fimmtudag, kl. 13. Þar mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, funda með ráðherrum ríkisstjórnarinnar.
Meðal þess sem ríkisráð fjallar um eru ráðherraskipti. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sagði í síðustu viku að hann vænti þess að geta kynnt eftirmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, í þessari viku.