Ánægja með að gætt hafi verið að kynjahlutföllum

Ólöf Nordal sést hér ásamt samráðherrum sínum á ríkisráðsfundi í …
Ólöf Nordal sést hér ásamt samráðherrum sínum á ríkisráðsfundi í dag. mbl.is/Ómar

Landssamband sjálfstæðiskvenna fagnar því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi gætt að kynjahlutföllum við skipan í ráðherraembætti og kona hafi orðið fyrir valinu, en Ólöf Nordal er nýr innanríkisráðherra landsins.

Þetta kemur fram í ályktun sem sjálfstæðiskonur hafa sent frá sér. Ályktunin er svohljóðandi:

„Landssamband sjálfstæðiskvenna óskar nýjum innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, velfarnaðar í starfi. Hún hefur sýnt með verkum sínum að hún er vel hæf til að sinna þeim mikilvægum málaflokkum sem undir ráðuneyti hennar heyra. LS fagnar því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi gætt að kynjahlutföllum við skipan í ráðherraembætti og kona hafi orðið fyrir valinu. Það er í samræmi við ályktun flokksráðsfundar frá nóvember þar sem lögð er áhersla á að gæta að jafnrétti og stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum og tileinka næsta landsfund konum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert