Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greindi fjölmiðlum frá því í morgun eftir þingflokksfund sjálfstæðismanna að hann hefði beðið Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis, að taka að sér embætti innanríkisráðherra strax í kjölfar þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir óskaði eftir því að víkja af ráðherrastóli.
Bjarni sagði að þeir Einar hefðu fundað nokkrum sinnum um málið en Einar hefði síðan í gær afþakkað ráðherraembættið.