Hæstiréttur hefur vísað frá máli Datacell og Sunshine Press Productions en fyrirtækin kærðu úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna beri kröfu um dómkvaðningu matsmanns vegna ætlaðs tjóns af lokun Valitor á greiðslugátt uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks.
Í dómi Hæstaréttar segir að í kæru Datacell og Sunshine Press Productions hafi ekki verið getið þeirra ástæðna sem kæran var reist á og var hún því ekki í samræmi við c. lið 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Úr þessum annmarka hafi verið ekki bætt þótt málsástæðum Datacell og Sunshine Press Productions hefði verið gerð skil í greinargerð fyrir Hæstarétti. Var málinu því vísað frá Hæstarétti.