Hanna Birna hæst ánægð með eftirmanninn

Ólöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir í innanríkisráðuneytinu í dag.
Ólöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir í innanríkisráðuneytinu í dag. mbl.is/Golli

„Fyrst og fremst finnst mér að dagurinn eigi að snúast um nýjan ráðherra, ekki fyrrverandi ráðherra. Þetta er hennar dagur, hún er að taka við risastórum verkefnum og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir það og ánægðari með ákvörðun formannsins að ráðstafa þessu með þessum hætti. Þannig að ég bara bíð eftir því að fá að fylgjast með og leggja mitt að mörkum.“

Þetta sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir eftir að hafa afhent Ólöfu Nordal formlega lyklavöldin að innanríkisráðuneytinu í dag. Spurð hvort hún væri ánægð með eftirmanninn sagðist hún vera mjög sátt við hann. „Ótrúlega sátt og rosalega stolt. Hún á eftir að gera þetta óaðfinnanlega. Ég er náttúrulega búin að þekkja Ólöfu mjög lengi af mjög góðu og veit að hún á eftir að gera þetta vel eins og allt annað sem hún tekur sér fyrir hendur. Svo er ég bara svo þakklát fyrir að hún sé orðin svona hraust og hress. Þannig að mér finnst það líka skipta miklu máli.“

Spurð hvort hún ætti eftir að sakna innanríkisráðuneytisins svaraði Hanna Birna: „Í einlægni alveg núna? Ekki strax en það kemur að því. Nú ætla ég bara að fá að safna mínum pólitísku kröftum, ég ætla að fara aðeins í frí og aðeins að rifja upp ræturnar og kynnast fjölskyldunni upp á nýtt og eiga góðar stundir með þeim og draga mig algjörlega út úr þessum pólitíska slagi í bili. En mitt fólk er á vaktinni og ég kem síðan og legg mitt að mörkum eftir áramótin.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka