„Mikill styrkur fyrir ríkisstjórnina“

„Ég held að óhætt sé að segja að það verði mikill styrkur að fá hana í ríkisstjórnina,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að skipa Ólöfu Nordal sem innanríkisráðherra. Sú skipun var staðfest á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Sigmundur sagði ljóst að Ólöf væri öflugur liðsmaður ríkisstjórnarinnar sem allir þekki frá fyrri tíð. 

Sigmundur hefur að undanförnu gegnt embætti dómsmálaráðherra en ákveðið hefur verið að hann láti af því og að Ólöf taki við öllum skyldum innanríkisráðherra. Hann sagðist eftir ríkisráðsfundinn áfram búast við því að það yrði skoðað hvort ástæða sé til að setja á fót sérstakt dómsmálaráðuneyti en það verði ekki ákveðið alveg á næstunni.

Spurður hvort það lægi fyrir hvenær Framsóknarflokkurinn bæti við sig ráðherra sagði Sigmundur ekkert liggja fyrir um það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert