Ólöf tekur sæti í ríkisstjórn

Ólöf Nor­dal hef­ur form­lega tekið sæti í rík­is­stjórn Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra, en Ólöf tek­ur við inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu af Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur. Ráðherra­skipt­in fóru fram á Bessa­stöðum að viðstödd­um ráðherr­um og for­seta Íslands.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, greindi frá þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins frá ákvörðun sinni um að skipa Ólöfu sem nýj­an ráðherra í morg­un

Skip­un Ólaf­ar var svo form­lega staðfest á rík­is­ráðsfund­in­um.

Ólöf mun einnig taka við dóms­mál­un­um sem verða aft­ur færð und­ir embætti inn­an­rík­is­ráðherra en mála­flokk­ur­inn var að ósk Hönnu Birnu færð til Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra síðastliðin sum­ar. Ólöf var vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyr­ir Norðaust­ur­kjör­dæmi 2007–2009 og Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður 2009–2013. 

Hanna Birna mun af­henda Ólöfu lykl­ana að inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu síðar í dag. Áður mun hins veg­ar Sig­mund­ur Davíð, sem einnig hef­ur sinnt verk­efn­um dóms­málaráðherra, af­henda Ólöfu lykla sína að inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert