Ólöf tekur sæti í ríkisstjórn

Ólöf Nordal hefur formlega tekið sæti í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, en Ólöf tekur við innanríkisráðuneytinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Ráðherraskiptin fóru fram á Bessastöðum að viðstöddum ráðherrum og forseta Íslands.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greindi frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá ákvörðun sinni um að skipa Ólöfu sem nýjan ráðherra í morgun

Skipun Ólafar var svo formlega staðfest á ríkisráðsfundinum.

Ólöf mun einnig taka við dómsmálunum sem verða aftur færð undir embætti innanríkisráðherra en málaflokkurinn var að ósk Hönnu Birnu færð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra síðastliðin sumar. Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi 2007–2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður 2009–2013. 

Hanna Birna mun afhenda Ólöfu lyklana að innanríkisráðuneytinu síðar í dag. Áður mun hins vegar Sigmundur Davíð, sem einnig hefur sinnt verkefnum dómsmálaráðherra, afhenda Ólöfu lykla sína að innanríkisráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert