Brynjar Níelsson fær hláturskast í viðtali

Segið svo að stjórnmálamenn geti ekki verið skemmtilegir.
Segið svo að stjórnmálamenn geti ekki verið skemmtilegir. Skjáskot úr myndbandinu af vef RÚV.

Brynjar Níelsson sló fréttamann RÚV heldur betur út af laginu þegar hann var inntur eftir svörum um hvernig hann tæki því að hafa ekki verið valinn innanríkisráðherra.

„Ég er ekki svekktur. Ég er alltof gamall til þess og ég er ekki fýlugjarn maður, þótt útlitið sé eins og það er,“ segir Brynjar, en við það skellir Heiðar Örn Sigurfinnsson lítillega upp úr.

Stuttu síðar er Brynjar hins vegar algjörlega búinn að missa stjórn á hlátrinum, og hláturskastið endist í góðar tvær mínútur.

Sjón er sögu ríkari.

Áður var sagt að fréttamaðurinn sem tók viðtalið væri Einar Þorsteinsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka