Buðu Ólöfu velkomna til starfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisáðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisáðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 10:30 þar sem aðeins eitt mál er á dagskrá. Framhald annarrar umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga.

Við upphaf þingfundar kvaddi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sér hljóðs og tilkynnti Alþingi um þær breytingar sem urðu á ríkisstjórn hans í gær þegar Ólöf Nordal tók formlega við embætti innanríkisráðherra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Ennfremur að dómsmálin hefðu verið færð að nýju til innanríkisráðherra en Sigmundur hafði haft þau með höndum frá því í ágúst.

Forsætisráðherra bauð Ólöfu velkomna til starfa og sagðist hlakka til samstarfsins við hana. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, kvaddi sér einnig hljóðs og tók undir kveðjur Sigmundar. Einar lét þess ennfremur getið að samkvæmt þingsköpum féllu fyrirspurnir sem beint hefði verið til Sigmundar sem dómsmálaráðherra og Hönnu Birnu sem innanríkisráðherra niður. Þá hefði tilkynning borist frá Hönnu Birnu um að hún gæti ekki gegnt þingmennsku á næstunni. Í hennar stað tæki því sæti á Alþingi Sigríður Á. Andersen varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert