Sóknargjöld þurfa að hækka um 663 milljónir króna til að leiðrétt sé fyrir skerðingu á árunum eftir hrunið.
Þetta kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins um þróun sóknargjalda en tilefnið er sú gagnrýni Þorvaldar Víðissonar biskupsritara að fyrirhuguð hækkun sóknargjalda um 50 milljónir á næsta ári, og 29,3 milljóna króna skerðing gjaldanna á móti, dugi ekki til að gjöldin fylgi verðlagi.
Voru gjöldin lækkuð með vísan til reikniskekkju, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Af því tilefni var send fyrirspurn til innanríkisráðuneytisins, hvers vegna sóknargjöldin voru ekki hækkuð meira til að vega á móti skerðingu í kjölfar efnahagshrunsins og er svör þess að finna í blaðinu í dag.