Lognið á undan storminum

Það er ekki nema rúm vika síðan síðasta aftakaveður reið …
Það er ekki nema rúm vika síðan síðasta aftakaveður reið yfir landið. Von er á mjög vondu veðri í kvöld. Þórður Arnar Þórðarson

Það er ágæt­is veður um allt land, hæg­ur vind­ur og stöku él, en létt­skýjað sunn­an­lands. Það er frost um allt land og tölu­vert mikið frost víða fyr­ir norðan. En þetta er bara lognið á und­an storm­in­um því í kvöld er spá af­taka­veðri, sam­kvæmt spá Veður­stofu Íslands.

Suðaust­an storm­ur eða rok (20-28 m/​s) geng­ur yfir landið í kvöld og nótt, fyrst SV- og V-lands með snjó­komu eða slyddu. Bú­ast má við mikl­um vind­hviðum við fjöll (40-50 m/​s). Þessu fylg­ir tals­verð úr­koma S- og V-lands og jafn­vel mik­il á SA-landi.

Veður­fræðing­ur Vega­gerðar­inn­ar var­ar við því að veðrið fari hratt versn­andi und­ir kvöld á Hell­is­heiði, í Þrengsl­um og á Mos­fells­heiði. Snjó­koma þar, skafrenn­ing­ur og afar lítið skyggni. Þá er spáð vind­hviðum 40-50 m/​s m.a. á Kjal­ar­nesi og und­ir Hafn­ar­fjalli frá kl. 18 og fram yfir miðnætti. Eins und­ir Eyja­fjöll­um og í Mýr­dal í kvöld og fram á nótt.

Þriðju­dag­ur:

Suðlæg átt, 5-13 m/​s og víða él, en hvöss suðaustanátt með slyddu eða snjó­komu NA-til í fyrstu. Létt­ir til á N- og A-landi síðdeg­is, en norðan­storm­ur og snjó­koma á Vest­fjörðum um kvöldið. Frost 0 til 8 stig síðdeg­is, mild­ast syðst.

Á miðviku­dag og fimmtu­dag:
Hvöss norðanátt og snjó­koma eða él, en úr­komu­lítið S-lands. Kalt í veðri.

Á föstu­dag:
Minnk­andi norðanátt og él á N- og A-landi, en bjartviðri S- og V-lands. Tals­vert frost.

Á laug­ar­dag:
Suðlæg átt og snjó­koma, einkum S- og V-lands. Frost 1 til 12 stig, kald­ast NA-lands.

Á sunnu­dag:
Útlit fyr­ir norðanátt með snjó­komu N- og A-lands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert