Einn neitar og annar mætti ekki

Einn sakborninga í héraðsdómi í morgun.
Einn sakborninga í héraðsdómi í morgun. mbl.is/Þórður

Mál gegn þremur mönnum sem eru ákærðir fyr­ir rán, sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás, hót­an­ir og frels­is­svipt­ingu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Einn þeirra neitar sök, annar óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til ákærunnar og sá þriðji var fjarverandi.

Tveir mann­anna fengu refsi­dóma fyr­ir aðild sína að Black Pist­ons-málínu svo­nefnda á ár­inu 2011. Voru þeir dæmd­ir fyr­ir frels­is­svipt­ingu og lík­ams­árás. Í niður­stöðu dóms­ins sagði að menn­irn­ir hefðu brotið niður mót­stöðuþrek ungs manns, fórn­ar­lambs síns, og lamað hann af hræðslu með hrotta­leg­um og end­ur­tekn­um lík­ams­árás­um og með hót­un­um um ófar­ir hans og fjöl­skyldu hans.

Rík­h­arð Júlí­us Rík­h­arðsson og Davíð Fjeld­sted, sem báðir eru sagðir tengj­ast glæpa­sam­tök­un­um Útlög­um (e. Outlaws) sem varð til úr glæpa­sam­tök­un­um Black Pist­ons, eru ásamt þriðja manni, ákærðir fyr­ir að hafa síðdeg­is fimmtu­dag­inn 19. des­em­ber 2010 í bak­her­bergi á Monte Car­lo við Lauga­veg veist að karl­manni og krafið hann um pen­inga.

Ríkharður var fjarverandi þegar málið var þingfest í morgun, en fram kom við þinghaldið að hann væri erlendis. Dómari gaf út fyrirkall á hendur honum. Davíð neitaði sök og hafnaði bótakröfu en þriðji maðurinn óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til ákærunnar sem fyrr segir.

Sam­kvæmt ákær­unni þurfti maður­inn að sæta ít­rekuðum bar­smíðum. Var hann í kjöl­farið svipt­ur frelsi sínu og færður í íbúð í Suður­hlíð í Reykja­vík þar sem of­beldið hélt áfram. Var maður­inn sleg­inn með hnef­um, hnúa­járn­um og kylfu, þvotta­efni var hellt upp í hann, hann brennd­ur með síga­rett­um og hótað var að klippa af hon­um fing­ur og eyru.

Á meðan þessu stóð af­klæddu ákærðu mann­inn og héldu hon­um svo fjötruðum og kefluðum yfir nótt í íbúðinni.

Maður­inn var lát­inn laus úr haldi ákærðu síðdeg­is dag­inn eft­ir en þá hafði faðir hans greitt eina millj­ón króna inn á banka­reikn­ing eins ákærða.

Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari lét afturkalla ákæruna við upphaf þinghaldsins og gaf út nýja þar sem ný bótakrafa hafði bæst við. En faðir eins fórnarlambanna fór fram á 2,5 milljónir í bætur, þ.e. endurgreiðslu á milljón sem hann lagði út til að fá son sinn lausan úr haldi og síðan 1,5 milljónir í skaðabætur.

Málið verður næst tekið fyrir 7. janúar nk. og þá munu aðrir væntanlega taka afstöðu til ákærunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert