Kristín mun aðstoða Ólöfu Nordal

Kristín Haraldsdóttir.
Kristín Haraldsdóttir.

Ólöf Nordal hefur ráðið Kristínu Haraldsdóttur, sérfræðing við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sem lögfræðilegan aðstoðarmann sinn. Kristín hóf störf í ráðuneytinu í dag.

Kristín Haraldsdóttir lauk lögfræðiprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1995 og meistaragráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi 1997. Hún starfaði um skeið á lögmannsstofu Svölu Thorlacius og Gylfa Thorlacius, var um sex ára skeið lögfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og árin 2003 til 2008 var hún lögfræðilegur aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg. Frá árinu 2009 hefur Kristín verið sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar lagadeildar Háskólans í Reykjavík.

Þá hefur Kristín átt sæti í ýmsum stjórnum og nefndum, meðal annars verið formaður kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa, setið í stjórn Sjóvár-Almennra trygginga hf. og verið formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins.

Ólöf Nordal.
Ólöf Nordal. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka