DV-menn höfðu betur gegn Hilmari

Umfjöllun DV um Hilmar Leifsson.
Umfjöllun DV um Hilmar Leifsson.

Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni, fyrrverandi ritstjóra og framkvæmdastjóra DV, í tveimur meiðyrðamálum sem Hilmar Leifsson höfðaði gegn þeim og dv.is. Hilmari var einnig gert að greiða hvorum fyrir sig 850 þúsund krónur í málskostnað og dv.is 350 þúsund krónur.

Við aðalmeðferð málsins í héraði sagðist Hilmar hafa verið mjög svekkt­ur þegar hann sá umfjöllun DV og að erfitt væri að sitja und­ir ósann­ind­um sem þess­um. Hann neitaði því al­farið að hafa verið meðlim­ur í glæpa­sam­tök­um og hann sé ekki fyrr­ver­andi meðlim­ur Vít­isengla.

Umfjöllun DV birtist í blaðinu í ágúst 2012 og var um laun tiltekins fólks sem blaðið sagði tilheyra undirheimum Íslands. Var því meðal annars haldið fram að Hilmar væri fyrrverandi meðlimur í Vítisenglum (e. Hells Angels).

Var sú staðhæfing á meðal þeirra ummæla sem Hilmar vildi láta ómerkja. „Ég hætti þegar þeir fóru í þetta inn­göngu­ferli. Það var í kring­um 2007. [...] Ég prófaði þetta af því ég hef gam­an af akstri mótor­hjóla. [...] Þetta virkaði sak­laust og sner­ist um mótor­hjól og að hjóla sam­an, fara í hópkeyrsl­ur. Ég hafði hins veg­ar ekki áhuga á frek­ari sam­skipt­um og alls ekki að tengj­ast Hells Ang­els,“ sagði Hilm­ar við aðalmeðferðina sem sagði fé­lags­skap­inn ekki hafa hentað sér.

Frétt mbl.is: Vítisenglar hentuðu ekki Hilmari

Frétt mbl.is: DV-menn sýknaðir af kröfum Hilmars

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert