Innkalla hirsigraut frá Holle

Yggdrasill, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, hefur ákveðið að innkalla „Holle Organic Millet Porridge with rice“ (Holle hirsigrautur 250g) en tilkynning barst í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu (RAFSS) um að atrópín hefði greinst í vörunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Yggdrasil.

Um er að ræða lotunúmer L14103 og L13219, best fyrir dagsetningar 30/11/2015 og 30/04/2015.

„Vörurnar hafa verið fjarlægðar úr hillum versluna en þeir neytendur sem eiga þessa vöru heima hjá sér eru vinsamlegast beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt í og fá hana bætta,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert