Fjárlagafrumvarpið úr nefnd

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur verið afgreitt úr fjárlaganefnd Alþingis. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vigdísar Hauksdóttur, þingsmanns Framsóknarflokksins og formanns nefndarinnar.

Fjárlaganefndin fundaði í dag og var frumvarpið tekið úr nefndinni um klukkan hálf þrjú segir Vigdís. „Nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar tekið út úr nefndinni um hálf þrjú í dag - málið tilbúið til þriðju umræðu og atkvæðagreiðslu.“

Annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið lauk á þriðjudaginn og atkvæðagreiðsla um það fór fram daginn eftir og frumvarpinu vísað til fjárlaganefndar og í kjölfarið þriðju umræðu. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagðist í samtali við mbl.is á miðvikudaginn eiga von á að þinglok yrðu eftir helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka