Það var ekki átakalaust fyrir st. bernharðshvolpinn Lillu að koma í heiminn en Nora mamma hennar veiktist á meðgöngunni. Þrír hvolpar drápust en Lilla lifði af og Nora var aflífuð, enda illa haldin. Tíkin Þula gekk Lillu í móðurstað og ólst hún upp með fjórum hvolpum, sem er síður en svo sjálfgefið.
Það er hundaræktandinn Guðný Vala Tryggvadóttir sem á alla hundana en tveir dagar liðu á milli gotanna tveggja. Lilla vó aðeins um fjórðung þess sem venjulegt er þegar þegar hún kom í heiminn og hún hefur þurft að hafa mikið fyrir hlutunum á sinni stuttu ævi.
mbl.is heimsótti Lillu og alla hina hvolpana í vikunni.