Leit lögreglu að Þorleifi Kristínarsyni hefur verið hætt í dag. Talið er að Þorleifur hafi farið yfir öryggishlið við höfnina í Fredrikshavn í Danmörku snemma morguns síðastliðinn laugardag.
Í dag hefur því verið leitað í og við höfnina en þar sem orðið er dimmt hefur frekari leit verið frestað til morguns.
Þorleifur er tvítugur og búsettur í bænum Nykøbing Mors. Hann var í heimsókn hjá vinum sínum í Frederikshavn á Norður-Jótlandi um helgina þegar hann hvarf.
Leitað að Íslendingi í Danmörku