Enn bætir í snjóinn

Það gæti þurft að aðstoða einhverja í umferðinni í dag …
Það gæti þurft að aðstoða einhverja í umferðinni í dag líkt og undanfarna daga. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Það virðist ekkert lát ætla að verða á ofankomunni því talsvert snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Snjóruðningstæki á vegum Reykjavíkurborgar voru komin á fullt við mokstur um fjögur. Fólki er bent á að gefa sér góðan tíma til að komast leiðar sinnar en það er víða hált og þæfingur í húsagötum.

Að sögn verkstjóra í snjóruðningsdeild Reykjavíkurborgar eru allt í allt 25 tæki að störfum út um alla borg en fyrst eru stofnleiðir og tengigötur ruddar. Reynt er eftir fremsta megni að ryðja húsagötur sem á einhverjum stöðum eru orðnar illfærar.

Þar sem talsvert hefur snjóað þá er fólki bent á að moka að ruslafötum því sorphirða hefur gengið hægt undanfarna daga vegna færðar og veðurs. Eins er póstburðarfólk í önnum við að koma jólapóstinum í réttar hendur og mikilvægt að auðvelda þeim starfið.

Spáin er fín fyrir höfuðborgarsvæðið: Breytileg átt, 3-8 og él. Austan 3-8 um hádegi, en norðvestlægari seinnipartinn. Frost 1 til 5 stig.



Stofnbrautum er haldið vel ruddum svo strætó á að komast …
Stofnbrautum er haldið vel ruddum svo strætó á að komast leiðar sinnar. Kristinn Ingvarsson
Bætt hefur í snjó á höfuðborgarsvæðinu
Bætt hefur í snjó á höfuðborgarsvæðinu Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert