Óvissustig á Súðavíkurhlíð

Úr safni.
Úr safni. mbl.is/RAX

Vart hefur orðið við hreyfingu á Súðarvíkurhlíð að sögn Vegagerðarinnar. Tvö lítil flóð eru sýnileg úr tveimur giljum þótt þau hafi ekki náð inn á veg. Því hefur verið lýst yfir óvissustigi og fólk er beðið að fara ekki hlíðina að  nauðsynjalausu. Veginum verður lokað fyrir nóttina.

Það er hálka og snjóþekja á flestum vegum á Suðurlandi og á Reykjanesi og víða snjókoma eða él en ekki hvasst. Suðurstrandarvegur er þungfær.

Snjóþekja eða hálka er einnig á flestum vegum á Vesturlandi en þungfært er um Heydal og Skógarströnd og ófært í Álftafirði.

Á Vestfjörðum er víða ofankoma og tilheyrandi snjóþekja eða hálka. Versnandi veður er í Ísafjarðardjúpi, þar er nú þæfingur á köflum og blint - og viðbúið að færð spillist nokkuð fljótt.

Snjóþekja eða hálka er á Norðurlandi. Flughált er milli Sauðárkróks og Hofsóss, í Út-Blönduhlíð og Hjaltadal. Snjókoma er á Tjörnesi og þæfingsfærð.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka víðast hvar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert