4G sendar hurfu í hafið

Hafið gefur og hafið tekur. Myndin er úr safni.
Hafið gefur og hafið tekur. Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar

Sex 4G sendar Símans fóru fyrir borð á mánudag þegar flutningaskip hreppti aftakaveður á leiðinni milli Færeyja og Íslands. Sendana átti að setja upp strax á nýju ári. Tjónið nemur á bilinu 20-30 milljónum króna


„Við áttum von á níu sendum til landsins. Við erum vongóð um að Ericsson, sem er okkar 4G birgi, sendi okkur sem fyrst nýja í stað þeirra sem hurfu í hafið,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sem þakkar að ekki fór verr. Sendana megi bæta.

„4G farsímakerfi Símans vex og vex. Þótt þessa sex senda vanti nú búumst við ekki við að það dragi að neinu ráði úr uppbyggingarhraðanum; við gerum jú ekki mikið í þessu veðurfari. En við stefnum á að vinna tímatapið hratt og vel upp og halda okkar striki í að styrkja sambandið á landsvísuá nýju ári,“ segir Gunnhildur ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert