Veðurfræðingar Veðurstofunnar vara við versnandi veðri norðvestan til á landinu með ofankomu og slæmu ferðaveðri og einnig um landið norðanvert undir hádegi. Búast má við að færð spillist hratt á þeim slóðum. Búast má við því að það lægi snögglega í kvöld.
Veðurspá fyrir næsta sólarhring:
Norðan 10-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum í fyrstu, en síðan 13-20. Hvessir N-til með morgninum, 10-18 undir hádegi. Snjókoma og síðar él. Hvessir einnig á A-landi með ofankomu í kvöld, en lægir talsvert og léttir til um landið V-vert. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til. Gengur í suðaustan 15-23 í fyrramálið með snjókomu en síðar slydda eða rigning. Hægari og þurrt N- og A-lands fram erftir degi. Hlánar víðast hvar í bili.
Á laugardag:
Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu, en síðar rigninu, fyrst SV-lands. Hægari og úrkomulítið NA-lands framan af degi. Hlýnandi veður og hiti víða 0 til 5 stig um kvöldið.
Á sunnudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-10 m/s og él, en snjókoma með köflum NA- og A-lands. Frystir um mest allt land.
Á mánudag:
Norðaustan 8-15 með snjókomu NV-til, en annars mun hægari norðvestlæg eða breytileg átt og stöku él. Frost 0 til 8 stig.
Á þriðjudag (Þorláksmessa):
Ákveðin NA-átt og snjókoma eða él, en úrkomulítið S-til. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag (aðfangadagur jóla):
Norðanátt með éljum fyrir norðan, en víða bjartviðri syðra. Harðnandi frost.
Á fimmtudag (jóladagur):
Útlit fyrir kalda norðvestanátt með éljum A-til fyrripartinn, en annars sunnanátt með snjókomu og minnkandi frosti.