Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákvað að loka Súðavíkurhlíð fyrir umferð á miðnætti en kannað verður með að opna leiðina nú í morgunsárið.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni í gærkvöldi kom fram að vart hafi orðið við hreyfingu á Súðarvíkurhlíð. „Tvö lítil flóð eru sýnileg úr tveimur giljum þótt þau hafi ekki náð inn á veg. Því hefur verið lýst yfir óvissustigi og fólk er beðið að fara ekki hlíðina að nauðsynjalausu. Veginum verður lokað fyrir nóttina,“ sagði í tilkynningu frá Vegagerðinni.