Reynt verður að sækja hestana tólf sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á morgun. Þetta segir Einar Þór Jóhannsson, umsjónamaður hjá Íshestum, en fyrirtækið átti sjö af hrossunum.
Segir hann að eigendur séu enn að funda um framhaldið og ekki sé ljóst hvernig farið verði að á morgun. Þó verði allur kraftur settur í að klára þetta sem fyrst.
Brjóta þarf upp ísinn til að komast að hrossunum, en þau eru frosin undir ísnum og sést aðeins í efsta hluta þeirra.
Frétt mbl.is: 12 hross frusu í Bessastaðatjörn