Siggi hakkari í tveggja ára fangelsi

Siggi hakkari.
Siggi hakkari. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Sigurð Inga Þórðarson, sem betur er þekktur sem Siggi hakkari, í tveggja ára fangelsi fyrir aðallega fjársvik. Alls nam upphæðin sem Sigurður Ingi játaði að hafa stolið eða svikið út um þrjátíu milljónum króna.

Saksóknari í málinu fór fram á tveggja ára fangelsi og sagði að réttarvitund almennings yrði gróflega misboðið hlyti hann vægari refsingu fyrir brot sín. Hann hafi dregið fórnarlömb sín á asnaeyrunum og í einhverjum tilvikum haft af þeim aleiguna. Brotin hafi verið framin á tveggja ára tímabili og beri atferli hans merki um siðleysi. Vísaði hann einnig í geðmat en í því kemur fram að Sigurður Ingi sé siðblindur, hömlulaus og að hann hafi litla sem enga sektarkennd.

Dómurinn hefur ekki verið birtur en ljóst er að dómari málsins féllst á kröfu saksóknarans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert