Sigmundur Davíð sæmdur fálkaorðu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu þann 13. desember. Samkvæmt heimildum mbl.is mun vera hefð fyrir því að veita handhöfum forsetavalds orðuna en þeir eru forseti Hæstaréttar, forseti Alþingis og forsætisráðherra. 

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var sæmdur stórriddarakrossi fálkaorðunnar þann 12. desember, eða degi fyrr en Sigmundur Davíð. Báðar athafnirnar voru haldnar á Bessastöðum og var fjölmiðlum ekki tilkynnt um þær.

Stig Fálkaorðunnar eru fimm talsins en fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar.

Meðal orðuhafa eru fyrrverandi forsætisráðherrarnir Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra er hins vegar ekki á meðal orðuhafa. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og núverandi formaður orðunefndar, segir í samtali við mbl.is að honum skiljist að Jóhanna hafi hafnað því að taka á móti orðunni eftir að hún hafði verið tilnefnd. Tekur hann fram að það hafi gerst áður en hann tók við formennsku nefndarinnar.

DV.is sagði fyrst frá orðuveitingu Sigmundar í morgun.

Stórriddarakross frá árinu 1946. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis var …
Stórriddarakross frá árinu 1946. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis var sæmdur stórriddarakrossi orðunnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka