Gerði mynd um mótorhjólaferðina

Í september í fyrra létu hjónin Skúli Skúlason og Sigurlaug Einarsdóttir gamlan draum rætast og fóru í mótorhjólaferð um Bandaríkin. Skúli hefur lengi haft mikinn áhuga á að mynda og klippa saman efni úr ferðalögum sínum og í þetta skiptið gerði hann tvo þætti um ferðalagið sem tók 10 daga.

Þættirnir, sem eru alls ríflega 90 mín. að lengd, nefnast Four Corners sem er punkturinn þar sem Utah, Nýja Mexíkó, Colorado og Arizona-fylki skarast. Farið var með 24 manna hópi sem hjólaði um á 16 Harley Davidson mótorhjólum og þegar yfir lauk höfðu rúmlega 3600 km verið lagðir að baki.

Þættirnir sem eru aðgengilegir á Vimeo eru talsettir á ensku til að ná til sem flestra. mbl.is ræddi við Skúla um ferðina og myndina.

Motorcycle trip through the Rocky Mountains FOUR CORNERS 

Four Corners Part Two 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka