Hvessir með éljum og skafrenningi

mbl.is/Kristinn

Seint í kvöld gengur í hvassa norðanátt með éljum og talsverðum skafrenningi um norðanvert landið. Fyrst á Vestfjörðum um kl. 21 og um og fyrir miðnætti norðan- og austanlands. Einnig snjófjúk syðra í nótt, en úrkomulaust. Verður skammvinnt og vestantil lægir með morgninum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Færð og aðstæður

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi en þó er þæfingsfærð í Grafningi og Kjósarskarði. Í uppsveitum Rangárvallasýslu er víða þæfingsfærð og þungfært efst á Skeiðavegi og Landvegi.

Það er hálka á velflestum vegum á Vesturlandi og einnig hálka eða snjóþekja á vegum á Vestfjörðum. Skafrenningur er einnig á flestum fjallvegum á Vestfjörðum.

Á Norðurlandi, Austurlandi og Suðausturlandi er hálka á flestum leiðum.

Siglufjarðarvegur

Vegna óvenju mikils jarðsig á Siglufjarðarvegi eru vegfarendur beðnir að gæta ýtrustu varúðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert