Kolbrún ætlar að búa til skemmtilegt blað

Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, og Kolbrún Bergþórsdóttir, núverandi ritstjóri …
Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, og Kolbrún Bergþórsdóttir, núverandi ritstjóri DV, á góðri stund. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég er full eftirvæntingar að takast á við það verkefni að búa til skemmtilegt blað með skemmtilegu fólki,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir, nýráðinn ritstjóri DV. Starfinu deilir hún með Eggerti Skúlasyni og segir hún að verkaskipting hafi ekki verið rædd í þaula. Fyrsti dagur Kolbrúnar í nýju starfi verður á mánudag.

Þrátt fyrir að verkaskipting hafi ekki verið ákveðin að öllu leyti segist Kolbrún hafa mikinn áhuga fyrir því að efla menningarþátt blaðsins. Horfir hún í þeim efnum til þess tíma sem menningarumfjöllun DV var með glæsibrag. „En það verður að leggja mikið upp úr fjölbreytni þannig að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.“

Með ráðningunni er Kolbrún eini kvenritstjóri dagblaðs hér á landi. „Það gerist ekki á hverjum degi á Íslandi að kona verður ritstjóri og þess vegna þykir mér þetta óneitanlega skemmtilegt.“

Frétt mbl.is: Eggert og Kolbrún ritstjórar DV

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka