Óháð nefnd mun sinna kærunum

Innanríkisráðuneytið hefur nú til umfjöllunar drög að nýrri reglugerð um óháða kærunefnd útlendingamála sem tekur til starfa nú í ársbyrjun.

Nefndin á að vera úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi í málum sem eru kærð á grundvelli útlendingalaga. Hún mun hafa sömu valdheimildir og ráðherra til að úrskurða í kærumálum, uni menn ekki úrskurði hennar geta þeir að sjálfsögðu leitað til dómstóla.

Lögin voru samþykkt á Alþingi í vor en þáverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, lagði frumvarpið um nefndina fram. Vildi hún bregðast við þeirri gagnrýni að ráðuneytið færi sjálft yfir og endurskoðaði ákvarðanir Útlendingastofnunar þótt stofnunin heyrði undir það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert