Lífshættulegum gjörningi frestað

Dean mun framkvæma lífshættulegan áhættugjörning við Sólfarið á mánudag.
Dean mun framkvæma lífshættulegan áhættugjörning við Sólfarið á mánudag. Ljósmynd/Wikipedia

Kanadíski hverfilistamaðurinn Dean Gunnarsson hefur ákveðið að fresta lífshættulegum gjörningi sínum við Sólfarið á Sæbrautinni um einn dag vegna veðurs. Gjörningurinn átti að fara fram á morgun en fer þess í stað fram á mánudag.

Dean verður hlekkjaður við brennandi víkingaskip hlöðnu sprengiefnum og mun hann þurfa að losa sig og synda til lands á afar stuttum tíma ef hann ætlar ekki að verða eldinum og sprengjunum að bráð.

Í samtali við mbl.is fyrir helgi sagði hann veðurskilyrði á Íslandi gera gjörninginn enn hættulegri. Allir menn hafa hins vegar sín takmörk og eftir að hafa skoðað veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir sunnudag var ákveðið að fresta atriðinu um einn dag. Fer það því fram klukkan 18 á mánudag.

Allir eru velkomnir að fylgjast með Dean Gunnarsson bjóða dauðanum byrginn.

Frétt mbl.is: Framkvæmir lífshættulegan gjörning við Sólfarið 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert