Lífshættulegur gjörningur í dag eftir allt saman

Dean Gunnarson er fremsti hverfilistamaður heimsins í dag.
Dean Gunnarson er fremsti hverfilistamaður heimsins í dag.

Kanadíski hverfilistamaðurinn Dean Gunnarsson hefur ákveðið að láta verða af lífshættulegum gjörningi sínum við Sólfarið á Sæbrautinni í dag. Upphafleg áætlun var að framkvæma gjörninginn í gær, en veðurspáin bauð ekki upp á það. Nú hefur veður hins vegar breyst, þannig að gjörningurinn verður tekinn upp í dag milli 16 og 17 og er fólki velkomið að koma og fylgjast með.

Dean verður hlekkjaður við brennandi víkingaskip hlaðið sprengiefnum og mun hann þurfa að losa sig og synda til lands á afar stuttum tíma ef hann ætlar ekki að verða eldinum og sprengjunum að bráð.

Í samtali við mbl.is fyrir helgi sagði hann veðurskilyrði á Íslandi gera gjörninginn enn hættulegri.

Hér má finna frekari upplýsingar um viðburðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert