Hrærð yfir viðtökunum

Facebook síða Stundarinnar var opnuð á föstudagskvöld.
Facebook síða Stundarinnar var opnuð á föstudagskvöld.

„Við ætl­um að stofna fjöl­miðil sem er raun­veru­lega frjáls og óháður og get­ur veitt al­menn­ingi sem mest­ar upp­lýs­ing­ar sem eru ómengaðar af sér­hags­mun­um,“ seg­ir Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, rit­stýra nýs fjöl­miðils, Stund­ar­inn­ar.

Sagt var fyrst frá Stund­inni á föstu­dags­kvöld og að sögn Ingi­bjarg­ar hafa viðtök­urn­ar verið mjög góðar. Stofn­end­ur Stund­ar­inn­ar eru auk Ingi­bjarg­ar þau Elín G. Ragn­ars­dótt­ir, Heiða B. Heiðars,
Jón Ingi Stef­áns­son og Jón Trausti Reyn­is­son sem er ásamt Ingi­björgu rit­stjóri en jafn­framt fram­kvæmd­ar­stjóri. Ingi­björg seg­ir að end­an­leg mynd á rit­stjórn­ina muni koma á næstu dög­um, en viðræður standa nú yfir við ákveðna aðila. 

„Við get­um ekki gert þetta án stuðnings al­menn­ings og ætl­um því að opna söfn­un á vefsíðunni Karol­ina Fund sem fer af stað von­andi í dag eða næstu daga. Mark­miðið er að safna að minnsta kosti fimm millj­ón­um króna en því meiri stuðning sem við fáum því meira get­um við gert,“ seg­ir Ingi­björg. 

Stund­in verður með dag­lega út­gáfu á vefn­um og svo einnig með prentaða út­gáfu. Að sögn Ingi­bjarg­ar verður tek­in afstaða til þess á næstu dög­um hversu reglu­lega sú út­gáfa mun koma út. 

Ingi­björg seg­ir jafn­framt að eign­ar­haldi miðils­ins verði dreift. „Það verða marg­ir sem munu eiga lítið í miðlin­um.“

Eins og áður kom fram var fyrst sagt op­in­ber­lega frá Stund­inni á föstu­dag og opnuð Face­book síða. Síðan á föstu­dags­kvöld hef­ur verið  líkað við síðuna rúm­lega sex þúsund sinn­um. 

„Við erum hrærð yfir þeim viðtök­um sem við höf­um fengið nú þegar. Sím­inn hef­ur ekki stoppað síðan á föstu­dag­inn og við höf­um fengið fjöl­marga tölvu­pósta frá framtíðar áskrif­end­um. Viðtök­urn­ar hafa farið fram úr okk­ar björt­ustu von­um og ég er rosa­lega þakk­lát fyr­ir það.“

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir mbl.is/​Rósa Braga
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka