Verkfall lækna hafið

Frá samningafundi lækna.
Frá samningafundi lækna. mbl.is/Þórður

Samningafundi samninganefnda Læknafélags Íslands og Samninganefndar ríkisins var frestað klukkan 3 í nótt til klukkan 14 í dag, mánudag. Fundurinn hafði þá staðið í 13 klukkustundir.

Yfirlit yfir áhrif á Landspítalann

Þetta hefur í för með sér að verkfall verður í dag á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss og opinberum stofnunum þar sem læknar starfa:

  • Aðgerðarsvið Landspítala
  • Flæðisvið Landspítala
  • Sjúkratryggingar Íslands
  • Tryggingastofnun ríkisins
  • Greiningarstöð ríkisins f. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
  • Vinnueftirlit ríkisins
  • Lyfjastofnun Íslands
  • Embætti landlæknis
  • Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert