Stundin slær met á Karolina Fund

Stundin opnar vef- og prentútgáfu í febrúar.
Stundin opnar vef- og prentútgáfu í febrúar. Ljósmynd/Karolina Fund

Fjöl­miðil­inn Stund­in hef­ur slegið met á hóp­fjár­mögn­un­ar­síðunni Karol­ina Found. Stund­in leit­ar eft­ir stuðningi al­menn­ings í gegn­um Karol­ina Fund, þar sem hægt er að ger­ast áskrif­andi og kaupa aug­lýs­ing­ar til styrkt­ar stofn­un miðils­ins.

Söfn­un Stund­ar­inn­ar á Karol­ina Fund hófst í gær­kvöldi, mánu­dag­inn 5. janú­ar, kl. 23.00. Nú þegar hef­ur Stund­in náð 32% pró­sent­um af mark­miðum sín­um, eða rúm­lega 1,2 millj­ón­um króna. Er þetta besta byrj­un sem nokk­ur söfn­un hef­ur fengið á Karol­ina Fund.

Að sögn Jón Trausta Reyn­is­son­ar, rit­stjóra Stund­ar­inn­ar, geng­ur fjár­mögn­un­in bet­ur en hann vonaði. Þá hef­ur hóp­ur­inn sem stend­ur að baki fjöl­miðlin­um fengið mik­il og góð viðbrögð frá al­menn­ingi. 

Á síðunni Karol­ina Fund má sjá áætl­un hóps­ins. Safn­ist fimm millj­ón­ir er gert ráð fyr­ir gerð fjár­hags­áætl­un­ar, öfl­un hús­næðis, vef­hönn­un, veffor­rit­un, full­vinnslu og birt­ingu rit­stjórn­ar­stefnu, full­vinnslu og birt­ingu samþykkt­ar út­gáfu­fé­lags­ins, gerð aug­lýs­inga­samn­inga, ráðningu blaðamanna, út­lits­hönn­un blaðs, skrif­um á efni og að lok­um út­gáfu blaðs.

Meðal ann­ars er hægt að gefa 18 evr­ur til söfn­un­ar­inn­ar, eða rúm­lega 2.781 ís­lensk­ar krón­ur, og fær sá sem gef­ur upp­hæðina þriggja mánaða áskrift að Stund­inni á vef og prenti, ásamt til­boðskorti Stund­ar­inn­ar með til­heyr­andi fríðind­um. Þá er einnig hægt að gefa meira og fá þá aug­lýs­ingu í net- eða prentút­gáfu blaðsins.

Jón Trausti seg­ir að þótt mark­miðið ná­ist, söfn­un fimm millj­óna ís­lenskra króna, ljúki söfn­un­inni ekki þá. Stærð verk­efn­is­ins og fjöldi blaðamanna velt­ur á því hversu marg­ir koma að verk­efn­inu og því er ákjós­an­leg­ast að sem flest­ir taki þátt í því. Stund­in opn­ar vef- og prentút­gáfu í fe­brú­ar.

Stofn­end­ur Stund­ar­inn­ar eru Elín G. Ragn­ars­dótt­ir, Heiða B. Heiðars, Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, Jón Ingi Stef­áns­son og Jón Trausti Reyn­is­son. Ingi­björg Dögg og Jón Trausti munu rit­stýra Stund­inni, en Jón Trausti verður jafn­framt fram­kvæmda­stjóri.

Söfn­un Stund­ar­inn­ar á Karol­ina Fund

Hrærð yfir viðtök­un­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert