Jón Bjarki hættur á DV

Jón Bjarki Magnússon.
Jón Bjarki Magnússon. mbl.is/Golli

Jón Bjarki Magnússon lét í dag af störfum sem blaðamaður DV. Hann segir að Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi og útgefandi DV, hafi gerst sekur um trúnaðarbrest gagnvart sér.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu Jóns Bjarka.

„Í dag hætti ég störfum sem blaðamaður DV eftir rúmlega fimm ára starf fyrir fjölmiðilinn. Ég gæti auðvitað nefnt ýmsar ástæður, sem mörgum þykja kannski liggja í augum uppi, en ein þeirra er trúnaðarbrestur Björns Inga Hrafnssonar aðaleiganda og útgefanda DV gagnvart mér og skilaboð hans í vitna viðurvist um að ég ætti ekki eftir að fara vel út úr opinberri umræðu um málið. Ég óska fyrrum samstarfsfélögum mínum á blaðinu alls hins besta og veit að þar innandyra eru góðir blaðamenn sem munu ekki láta stýra sér af braut þeirrar hörðu rannsóknarblaðamennsku sem DV hefur ástundað,“ skrifar Jón Bjarki á Facebooksíðu sína.

Á mánudag greindi Jóhann Páll Jóhannsson að hann hefði einnig sagt upp störfum sem blaðamaður á DV. Hann sagði fjársterk öfl í íslensku samfélagi hatast við frjálsa fjölmiðlun og hamast gegn henni á öllum vígstöðvum. Yfirtakan á DV væri ein ljótasta birtingarmynd þess. 

Jón Bjarki og Jóhann Páll hafa vakið athygli í tengslum við umfjöllun sína um lekamálið sem leiddi til afsagnar innanríkisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka