„Þetta er yfirlýsing sem læknar hafa unnið að ásamt stjórnvöldum undanfarnar vikur til hliðar við gerð kjarasamninganna og er hugsuð sem fyrsta viðspyrnan til þess að snúa við þeirri hrörnun eða afturför sem við höfum þurft að þola varðandi heilbrigðiskerfið undanfarin allmörg ár.“
Þetta sagði Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, á blaðamannafundi í Stjórnarráðshúsinu í morgun þar sem sameiginleg viljayfirlýsing stjórnvalda og lækna um markvissa eflingu heilbrigðiskerfisins var kynnt. „Við vonumst til þess að okkar félagsmenn muni samþykkja kjarasamningana sem við teljum auðvitað vera viðunandi og þeir ásamt þessari yfirlýsingu verði til þess að snúa þróuninni við í heilbrigðismálum og þau færist framar í forgangsröðun.“
Kristin Huld Haraldsdóttir, formaður Skurðlæknafélags Íslands, tók undir með Þorbirni og sagði skurðlækna reiðubúna að taka þátt í allri þeirri vinnu sem miðaði að því að snúa við þeirri ófremdarþróun sem verði hefði í gangi undanfarin ár.
Fréttir mbl.is:
Verði með því besta í heimimum
Samstaða um að efla heilbrigðiskerfið