„Ég er mjúkur femínisti“

00:00
00:00

Hin svo­kallaða Barbers­hop ráðstefna verður hald­in í næstu viku í New York í höfuðstöðvum Sam­einuðu þjóðanna og á sér stað sam­hliða und­ir­skrifta­söfn­un­inni HeForS­he, átaki sem á að fá karl­menn og drengi til að taka virk­an þátt í bar­áttu fyr­ir jafn­rétti kynj­anna og gegn mis­rétti og of­beldi gegn kon­um. Í dag var hald­inn blaðamanna­fund­ur í ut­an­rík­is­ráðuneyti Íslands um verk­efnið, sem er skipu­lagt af Íslandi og Sur­inam.

Karl­kyns starfs­menn ráðuneyt­is­ins fjöl­menntu til að und­ir­rita HeForS­he und­ir­skrifta­söfn­un­ina og sýna sam­stöðu með átak­inu. 

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra bend­ir á í viðtali við mbl.is að Ísland standi framar­lega í jafn­rétt­is­mál­um og sé efst á lista á World Economic For­um um jafn­rétti kynj­anna en að sjálf­sögðu geti Ísland gert bet­ur. 

Frek­ari upp­lýs­ing­ar um Barbers­hop ráðstefn­una má finna HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert