Kynntu efni nýs kjarasamnings lækna

Frá fundinum í kvöld. Fullt var út úr dyrum, svo …
Frá fundinum í kvöld. Fullt var út úr dyrum, svo mikill var áhuginn. mbl.is/Ómar

Efni nýs kjarasamningsins lækna í Læknafélagi Íslands var kynnt í kvöld á einum fjölmennasta fundi sem haldinn hefur verið í félaginu. Meðal annars var áhugi meðal fundarmanna á að vita hvernig samningarnir koma út fyrir einstaklinga og hópa innan læknastéttarinnar.

Þorbjörn Jónsson, formaður félagsins segir hagsmuni mismunandi eftir því hvar menn séu staddir á lífsleiðinni og eftir því hvaða störf þeir vinna. Mikill breytileiki er í samsetningu launa lækna og ákveðin óvissa um það hvernig hver og einn kemur út úr breytingunni.

Þorbjörn telur ekki rétt að veita upplýsingar um efni samningsins á þessari stundu.  Ekki sé búið að kynna þá fyrir öllum félagsmönnum. Haldinn verði annar kynningarfundur í Reykjavík fyrir þá lækna sem ekki komust á fundinn í gærkvöldi og síðan verða haldnir kynningafundir á tveimur stöðum á landsbyggðinni.

Atkvæðagreiðslan hefst á mánudag og lýkur aðfaranótt laugardagsins eftir viku.

Nánar verður fjallað um fundinn í Morgunblaðinu á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert