Fá tvo nýja blaðamenn í vikunni

Ljósmynd/Sverrir Vilhelmsson

„Við erum býsna vel mönnuð og það mun sjást á blaðinu í fyrramálið. Við erum með fullmannaða ritstjórn og erum að gera góða hluti.“

Þetta segir Eggert Skúlason, ritstjóri DV, aðspurður um mönnun á blaðinu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa að minnsta kosti þrír blaðamenn DV sagt upp störfum eftir áramót. Það eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson, Jón Bjarki Magnússon og Ingi Freyr Vilhjálmsson.

Að sögn Eggerts mun ritstjórnin fá tvo nýja blaðamenn í vikunni. Hann gat þó ekki gefið upp nöfn þeirra að svo stöddu. 

Hann segir að blaðamenn DV komi úr ýmsum áttum. „Við erum að sækja þessa blaðamenn víða, bæði til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. En einnig annars staðar frá,“ segir Eggert.

Eggert Skúlason er lengst til hægri.
Eggert Skúlason er lengst til hægri. ljósmynd/SteinarH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka