Unnið við hönnun á nýrri Ölfusárbrú

Ný brú yfir Ölfusá yrði um 330 metrar að lengd, …
Ný brú yfir Ölfusá yrði um 330 metrar að lengd, stagbrú með um 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju í miðri ánni. Samsett mynd/EFLA-Vegagerðin

Hjá Vega­gerðinni er vinna kom­in vel af stað við hönn­un og und­ir­bún­ing fyr­ir útboð á nýrri brú yfir Ölfusá, norðan við Sel­foss.

Er bú­ist við að útboð geti farið fram í lok árs 2016 og fram­kvæmd­ir geti haf­ist árið 2017. Sam­kvæmt sam­göngu­áætlun Alþing­is er gert ráð fyr­ir brúnni á tíma­bil­inu 2017-2019.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að með nýrri brú muni Suður­lands­veg­ur fær­ast út fyr­ir Sel­foss. Áætlaður kostnaður við fram­kvæmd­ina er um 4,5 millj­arðar króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert