Hjá Vegagerðinni er vinna komin vel af stað við hönnun og undirbúning fyrir útboð á nýrri brú yfir Ölfusá, norðan við Selfoss.
Er búist við að útboð geti farið fram í lok árs 2016 og framkvæmdir geti hafist árið 2017. Samkvæmt samgönguáætlun Alþingis er gert ráð fyrir brúnni á tímabilinu 2017-2019.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að með nýrri brú muni Suðurlandsvegur færast út fyrir Selfoss. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er um 4,5 milljarðar króna.