Var óheimilt að gefa út ákæru

Byko og Húsasmiðjan.
Byko og Húsasmiðjan. mbl.is

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem vísaði frá dómi ákæru sérstaks sak­sókn­ara á hend­ur ein­um sak­born­inga í verðsam­ráðsmá­l­inu svo­kallaða. Alls voru 13 ákærðir í mál­inu en aðeins einn þeirra, sem var starfsmaður Byko, krafðist þess að mál­inu yrði vísað frá dóm­i.

Eftir að úrskurður var kveðinn upp í héraði sagði sak­sókn­ari að niðurstaðan hefði komið á óvart enda ekki gefn­ar út ákær­ur á hend­ur mönn­um að til­efn­is­lausu. Í dómi Hæstaréttar segir að ákæru á hendur manninum sé vísað frá dómi þar sem ekki hefði legið fyrir kæra frá Samkeppniseftirlitinu til lögreglu vegna meintra brota hans.

Í dómi Hæstaréttar kom fram að skýrlega yrði ráðið af 42. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, sbr. 5. gr. laga nr. 52/2007, að það væri í verkahring Samkeppniseftirlitsins að taka ákvörðun um hvort einstaklingur yrði kærður til lögreglu vegna brots gegn samkeppnislögum.

Þar sem Samkeppniseftirlitið kærði ekki manninn var lögreglu og ákæruvaldi óheimilt að taka mál hans til rannsóknar og gefa út ákæru á hendur honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert