Hækkunin er tæp 30%

Launakostnaður ríkisins vegna lækna hækkar um tæp 30% með kjarasamningunum sem gerðir voru við Læknafélag Íslands í seinustu viku, skv. heimildum Morgunblaðsins.

Samningurinn kveður bæði á um launahækkanir og kerfisbreytingar og er ekki talið ósennilegt að heildarkostnaðarauki ríkisins geti orðið umtalsvert meiri en 30% þegar upp verður staðið en það ræðst af því hvaða hagræðing næst með breytingum á vinnufyrirkomulagi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Kveðið er á um breyttar álags- og vaktagreiðslur og eiga greiðslur fyrir yfirvinnu að lækka á móti skipulagsbreytingum. Langstærsti hluti launahækkananna kemur til framkvæmda á þessu ári, en samningurinn gildir til 30. apríl 2017. Samningurinn er afturvirkur frá júní í fyrra með 3,6% hækkun sem leggst ofan á launagrunninn og launataflan hækkar svo almennt um 10,2% frá seinustu áramótum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert